• Tannlæknablaðið 2021

    Áhrif þykktar bindilags og yfirborðsmeðferða á viðgerðarstyrk plastblendis

    Stöðluð svipgerðargreining tannhaldssjúkdóms

    Barnavernd og tannlækningar – börn í neyð koma tannlæknum við

    Sjúklingatrygging – Primum non nocere

    og margt fleira
  • Tannlæknablaðið 2020

    Smásjáraðgerð á rótarenda - Eru tannbeinsörsprungur algengari í
    endurrótfylltum tönnum?

    MIH (molar incisor hypomineralization) – sjúklingatilfelli og innlit í fræðin

    Aldursgreiningar fylgdarlausra barna - hvers vegna og hvernig?

    og margt fleira

  • Tannlæknablaðið 2019

    Ferðamennska í tannlækningum – lýðheilsu stefnt í hættu

    Fjöldi tannlækna á Íslandi – spá um fjölda tannlækna fram til ársins 2040

    Tannmyndunargallar – klínískar áskoranir við greiningu og meðferð

     og margt fleira

  • Tannlæknablaðið 2018

    Endurfesting á krónu-rótarbrotum - Aðferðarfræði, kostir og gallar

    Vitund sjúklinga á umhirðu og eftirmeðferð lausra tanngerva

    Pistill frá 78°N

    og margt fleira

Umræða og fréttir

Tannlæknablaðið 2023 - 2.TBL

Seinna tölublað Tannlæknablaðsins 2023 er komið út. Forsíðan vísar í tímamótasamning um tannréttingar barna sem fjallað er um í blaðinu. Áfram eru fjórar greinar eru undir norrænu þema í tannholslækningu. Skoðuð er staða sýklalyfjaónæmis á Íslandi og Evrópu og velt upp hlutverki tannlækna, sem heilbrigðisstarfsmenn eða seljendur þjónustu.

Tannlæknablaðið 2023 - 1.TBL

Fyrra tölublað Tannlæknablaðsins 2023 er komið út. Forsíðuna prýðir mynd Melancholy, skúlptúr eftir Albert Gyorgy en í blaðinu má finna umfjöllun um depurð meðal tannlæknastéttar. Tímamótum er fagnað í grein en 10 ár eru síðan að samningar um tannlækningar barna tókust. Eins og fyrri blöðum þá eru fjórar greinar undir norrænu þema í tannholslækningum.

Tannlæknablaðið 2022 - 2.TBL

Seinna tölublað Tannlæknablaðsins 2022 er komið út. Forsíðuna prýðir málverk eftir Hauk Clausen, tannlækni og listmálara. Í blaðinu má finna umfjöllun um Hauk, grein um líkfundarmálið í Neskaupstað og fjórar greinar undir samnorræna þemanu "Tannhalds- og plantahaldsjúkdómar á Norðurlöndum.

Tannlæknablaðið 2022 - 1.TBL

Fyrra tölublað Tannlæknablaðsins 2022 er komið út. Meðal annars sem fjallað er í blaðinu er sýklalyfjaávísanir tannlækna, afhverju er hliðarröntgen tekin og ofl. Í blaðinu birtast fjórar greinar undir samnorrænu þema "Tannhalds- og plantahaldssjúkdómar á Norðurlöndum"

Tannlæknablaðið 2021 - 2.TBL

Seinna tölublað Tannlæknablaðsins 2021 er komið út. Meðal annars sem fjallað er í blaðinu er glerungseyðandi áhrif rafsígarettuvökva, flugslys og tannlæknaþjónustu fatlaðra einstaklinga ofl. Í blaðinu birtast þrjár greinar undir samnorrænu þema "Félagslegur ójöfnuður munnheilsu á norðurlöndum"

Tannlæknablaðið 2021 - 1.TBL

Fyrra tölublað Tannlæknablaðsins 2021 kom út í maí en von er á tveimur tölublöðum í ár. Meðal annars sem fjallað er í blaðinu er skaðsemi drykkja á tennur, barnavernd og tannlækningar, sjúkratryggingar og tannréttingar fullorðinna ofl. Í blaðinu birtast þrjár greinar undir samnorrænu þema "Félagslegur ójöfnuður munnheilsu á norðurlöndum"

Tannlæknablaðið 2020

Tannlæknablaðið 2020 er komið út. Margar fróðlegar greinar eru í blaðinu í ár þar á meðal er fjalla um: Smásjáraðgerð á rótarenda - Eru tannbeinsörsprungur algengari í endurrótfylltum tönnum?
MIH (molar incisor hypomineralization) – sjúklingatilfelli og innlit í fræðin
Aldursgreiningar fylgdarlausra barna - hvers vegna og hvernig?

Tannlæknablaðið 2019

Margt fróðlegt er að finna í 37. árgangi Tannlæknablaðsins. Þar á meðal er grein sem fjallar um að hlutfall MÓSA sýklalyfjaþolinna baktería í Ungverjalandi 10–20 sinnum hærra en á Norðurlöndunum.
Á forsíðu blaðsins má sjá stækkað mynd af Methicillin-ónæmar Staphylococcus aureus (MOSA).

Tannlæknablöðin á Norðurlöndunum

Tannlæknablöðin á Norðurlöndum eru í samstarfi undir yfirskriftinni "Social inequality in oral health in the Nordic countries". Íslensk grein sem áður biritist í danska blaðinu birtist í 4. tbl sænska tannlæknablaðsins "Tandläkar Tidningen" 2020. Hægt er að skoða greinina á heimasíðu blaðsins.

Áhugaverðar greinar

Áhugaverðar greinar eftir íslenska höfunda birtist í 11. tbl danska Tannlæknablaðinu 2018.
Skoða blaðið

Um Tannlæknablaðið

Logo

Tannlæknablaðið birtir vísindalegar greinar um öll svið tannlæknisfræðinnar, hvort sem þær byggjast á athugunum og rannsóknum greinarhöfunda sjálfra, samantekt á reynslu annarra eða tilfellislýsingu. Slíkar greinar eru ritrýndar og hafa staðlaða uppsetningu sem tryggir gæði fræðaefnis blaðsins. Blaðið birtir auk þess efni er varðar málefni TFÍ og hvert það efni annað sem tengist hagsmuna- og áhugamálum tannlækna.

ÚTGEFANDI
Tannlæknafélag Íslands
The Icelandic Dental Association

RITSTJÓRN
Svend Richter, tannlæknir, ritstjóri
Dana Rún Heimisdóttir, tannlæknir
Elísa Kristín Arnardóttir, tannlæknir
Unnur Flemming Jensen, tannlæknir

Norræn tannlæknablöð

Scroll to Top