Tannprófílgreining í réttarvísindum og fornleifafræði
SVEND RICHTER, CAND. ODONT. MS. DÓSENT EMERITUS, TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS, RÉTTARTANNLÆKNIR, DVI, KENNSLANEFND RÍKISLÖREGLUSTJÓRA
SIGRÍÐUR RÓSA VÍÐISDÓTTIR, CAND. ODONT. MS. LEKTOR, TANNLÆKNADEILD, HÁSKÓLA ÍSLANDS, RÉTTARTANNLÆKNIR, DVI, KENNSLANEFND RÍKISLÖREGLUSTJÓRA
NETFANG: svend@hi.is, srv2@hi.is, TANNLÆKNABLAÐIÐ 2022; 40(1): 32-43
doi:10.33112/tann.40.1.4
ÁGRIP
Læknisfræðileg skilgreining á réttarvísindum er beiting vísindalegra meginreglna og tækni í þágu réttarkerfisins, sérstaklega hvað varðar söfnun, rannsókn og greiningu á líkamlegum sönnunargögnum. Réttarvísindi fela í sér breitt svið mismunandi fræðigreina sem er beitt hvert fyrir sig eða í sameiningu, til að fá svör við ýmsum læknisfræðilegum og lagalegum spurningum. Réttartannlæknir getur með mikilli nákvæmni staðfest auðkenni einstaklings með rannsókn tanna og munnhols oft nefnd tannprófílgreining. Með því að nota tannprófíltækni er ekki aðeins hægt að fá upplýsingar um aldur kyn og kynþátt einstaklings, heldur einnig upplýsingar um félagslega og efnahagslega stöðu, persónulegar venjur, munn- og almenna heilsu, störf, mataræði, fjölskyldutengsl sem og sálfræðileg einkenni. Tannprófíll er ítarlegri og áreiðanlegri ef fleiri en einni tækni er beitt. Hver einstaklingur hefur sinn tannprófíl sem gerir hann einstakan. Menntun og reynsla á sviði réttartannlæknisfræði og þekking í tannprófílgreiningu er nauðsynleg til að auka orðspor tannlæknastéttar í öðrum skyldum greinum, meðal réttarkerfisins, en einnig meðal almennings og hvetur jafnframt tannlækna til að skoða störf sín frá víðara sjónarhorni.
Lykilorð: réttarvísindi; réttartannlæknisfræði; tannprófíll
Inngangur
Tannprófígreining fer fram með því að rannsaka munnhol og tennur, að greina röntgenmyndir og ljósmyndir sem teknar voru á meðan viðkomandi var á lífi, bæði ljósmyndir teknar af atvinnumanni (tannlækni, ljósmyndara) og áhugamanni, með því að nota ákveðna tækni. Aðferðir sem notaðar eru við tannprófígreiningu geta verið ífarandi eða ekki. Við ífarandi greiningu eyðileggst hið greinda sýni að hluta eða öllu leyti, en í aðferðum sem ekki eru ífarandi er hið greinda varðveitt. Það fer eftir tækni sem notuð er, en beiting ífarandi aðferða er yfirleitt tæknilega flóknari, dýrari og tímafrekari, en niðurstöður oft áreiðanlegri. Aðferðir sem ekki eru ífarandi eru oft einfaldar, fljótlegar og ódýrar en árangurinn af beitingu þeirra er ekki alltaf fullkomlega áreiðanlegur. Ekki aðeins aldur, kyn og kynþáttur einstaklings, heldur einnig gögn um félagslega og efnahagslega stöðu, persónulegar venjur, munnheilsu og almenna heilsu, starfsstétt, mataræði, fjölskyldutengsl og sálfræðileg einkenni er hægt að fá með tannprófílgreiningu. Því fleiri aðferðir sem notaðar eru því fullkomnari og áreiðanlegri verður prófíllinn. Þegar prófílgreiningu er lokið eru post mortem og ante mortem upplýsingar bornar saman til að staðfesta auðkenni (1).
Stundum er tannprófílgreining ekki aðeins notuð til að bera kennsl á óþekktan einstakling heldur einnig til að staðfesta auðkenni á þekktum einstaklingi, en þannig var því farið í tilfelli Saddam Hussein, Muammar Gaddafi og Osama bin Laden (2).
Odontobiography, tannævifræði, er eins konar ævisaga sem byggir á greiningu tanna og munnhols lifandi eða látins manns. Tannævifræði er nokkuð svipuð tannprófíl í réttartannlæknisfræði, en með marktækum mun á markmiði. Markmið tannprófílgreiningar er að staðfesta auðkenni einhvers, en markmið tannævisögu er að taka saman og koma á framfæri eins mörgum upplýsingum og mögulegt er úr lífi viðkomandi. Odontobiography reynir að veita samhengi á tann- og munnholsrannsóknum og setja þær í tengsl við niðurstöður annarra óskyldra rannsókna. Odontobiography notar nánast sömu aðferðir, tækni og sýni sem notuð eru í réttartannlæknisfræði. Ef um er að ræða mannleifar úr fornleifafundi er æskilegt að nota ekki ífarandi aðferðir. Vegna þess að tennur geta varðveist árum, áratugum og stundum öldum saman eftir dauða, eru þær afar gagnlegar fyrir réttartannlækna, tannmannfræðinga, líffornleifafræðinga, fornréttartannlækna (paleodontologists) og tengda sérfræðinga til að gera tannprófílgreiningu eða tannævisögu (1).
Í grein þessari er fjallað um fjölbreytt efni sem tengist tannprófílgreiningu og tannævifræði, þar á meðal aldur, kyn og kynþáttur. Sérstök áhersla er lögð á efni sem að öllu jöfnu er ekki fjallað um í greinum um auðkenningu manna, eins og tengsl tanna og heilsu, starfsgreina, venjur, mataræði, ættir, sálfræði og félagslega stöðu.
Grunnatriði um tennur og aldur, kyn og kynþátt í skilningi tannprófílgreiningar og tannævifræði
Ein grein réttartannlæknisfræði notar upplýsingar um tennur, munnhol og höfuð til að bera kennsl á óþekktan einstakling, lífs eða liðinn. Tannprófílgreining er aðferð sem notuð er í þeim tilgangi að bera kennsl á óþekktan einstakling með því að greina tennur og nærliggjandi vefi. Fjölmargar upplýsingar er hægt að lesa af tönnum, burt séð frá þeim sem eru ákvarðaðar. Auk klínískrar skoðunar á tönn getur smásjágreining á mismunandi tannvef leitt í ljós fleiri þætti sem hafa haft áhrif á eðlilegan vöxt og þroska. Tannævisaga gefur upplýsingar um einstakling og lífsstíl sem byggir á greiningu á munnholi. Meðal gagna eru helstu grunnatriði, aldur, kyn og kynþáttur (1).
Aldur
ðferð. Hún er nákvæmari hjá börnum og ungmennum að 20 ára aldri, þar sem hún er byggð á mati á þroskaferli tannkrónu og rótar sem eru vel þekkt í mismunandi samfélögum. Aldursgreining fullorðinna er einnig möguleg og margar aðferðir þróaðar, en með meiri frávikum heldur en hjá hinum yngri.
Nýburalínan í glerungnum er gagnlegt tæki til að ákvarða hvort barn hafi fæðst á lífi. Skortur á línunni gefur til kynna að barnið hafi fæðst andvana eða verið á lífi í allt að 10 daga (1).
Fyrir börn og unglinga er aldursmatið byggt á tannþroska og komutíma barna- og fullorðinstanna. Á þessu hraða vaxtarskeiði er aldursgreining nákvæmust. Eftir framkomu annars jaxls (12 ára) kemur í kjölfarið rólegra tímabili þar sem nákvæmni greiningar er minni, fyrst og fremst vegna breytileika endajaxls. Eftir 14 ára aldur er endajaxl eina tönnin sem á eftir að ljúka tannþroska sem getur staðið fram yfir tvítugt, allt að 23 eða 24 ára aldri þegar rótarmyndun lýkur með lokun rótarenda (3-7).
Hjá fullorðnum er aldursmat byggt á hrörnunarbreytingum tannvefja. Helstu breytur í aðferð Gustafsons (8) eru tannslit, hörfun tannhalds (periodontal attachment retraction), myndunar á síðtannbeini og frumusementi (cellular cementum), gegnsæi og eyðingu rótar. Þessi tækni var m.a. aðlöguð af Johanson (9) sem beitti aðhvarfsgreiningu og breytti stigakerfi til að gefa nákvæmari niðurstöður. Solheim bætti lit við greiningu fullorðinna (10).
Kynþáttur
Þrátt fyrir að í réttarmannfræði séu formfræðileg sérkenni beina, sérstaklega höfuðkúpu og höfuðbeinamælingar, mikilvæg við mat á kynþætti, hafa ákveðin einkenni tanna einnig reynst gagnleg. Í vísindaritum í dag bregður oftar fyrir hugtökin ætterni og kynþáttur. Kynþáttur er að mestu talinn vera félagslega skilyrtur flokkur, andstætt kyni og aldri sem eru fyrst og fremst líffræðileg. Forfeður endurspegla þá staðreynd að mannleg sérkenni eru að vissu marki tengd landfræðilegum uppruna þeirra. Sérkenni tanna sem notuð eru í þessum tilgangi eru byggð á algengi þeirra í mismunandi kynþáttum. Sem dæmi er Carabelli kúspur einkennandi hjá hvítum, skóflulaga framtennur hjá mongólska (asíska) kynstofni og breiðari tannkrónum hjá svörtum (11). Þar sem rannsóknir leiddu í ljós að hefðbundnar fyrri ótölfræðilegar aðferðir voru óáreiðanlegar, eru nýjar aðferðir sem nota nútíma tölfræðilegar aðferðir eins og aðhvarfsgreiningu beitt til að ákvarða uppruna einstaklings (1).
Í dag er ljóst að áreiðanleiki greiningar byggist ekki á einhverjum stöku sérkenni heldur söfnun eins margra sérkenna sem kostur er, en einnig hvernig túlka eigi þessar upplýsingar. Áreiðanlegasta og staðlaðasta aðferð til að meta uppruna er tölvuforritið í tannmannfræði hjá ríkisháskólanum í Arizona (ASUDAS, Arizona State University Dental Anthropology System) sem þróað var af Turner, Nichol og Scott (12). Nýlega hefur nýtt vefforrit (rASUDAS) verið kynnt (13). Þetta forrit metur uppruna einstaklinga út frá 21 séreinkennum tannkrónu og rótar. Þó að þessi greining sé algjörlega ný vídd á þessu sviði, hafa höfundar bent á nokkrar takmarkanir, en ljóst er að hér á ferð miklir möguleikar að nota formfræði tanna við mat á forfeðrum.
Tennur og uppruni (forfeður)
Tannmannfræði fjallar um alþjóðlegan formbreytileika tanna. Tennur geta einnig gefið til kynna uppruna manna (dental anchestry), tengt fólk milli kynslóða og veitt vísindamönnum skilning á arfgengi og tengsla milli þjóðfélaga. Þar sem tennur varðveitast sérstaklega vel geta tennur í fornleifum varpað ljósi á umhverfisáhrif, menningu og matarvenjur. Hægt er að meta kynferði og kynþátt frá lögun höfuðkúpu. Réttartannlæknir getur flokkað tennur og kúpu í hina þrjá aðal kynþætti: hvítir (Caucasoid), mongólar (Mongoloid) og svartir (Negroid). Viðbótareinkenni tanna, eins og Carabelli kúspur, skóflulaga framtennur og margkúspa forjaxlar, geta einnig hjálpað til við að ákvarða ætterni (11, 14).
Mongólar: Sérkenni mongóla (Asíubúa) er greinilegri í fullorðinstönnum en barnatönnum. Helsta einkenni er að á innfleti efrigómsframtanna má oft sjá gróf (fossa lingualis) sem afmarkar mesíalt og distalt af misstórum hryggjum (crista marginalis) og gingivalt af tannhálsbungu (cingulum dentis) sé hún til staðar. Því hærri sem hryggirnir eru því dýpri er grófin á milli þeirra. Tennur verða skóflulaga (15). Þetta sérkenni kemur fram í um það bil 90% mongóla að meðtöldum inúítum og frumbyggjum Bandaríkjanna. Oft ná áberandi hliðarhryggir sem mynda skóflulaga framtennur upp á labial flöt og er það nefnt tvöfaldar skóflulagaðar framtennur. Asískir kynþættir hafa stóra efri hliðarframtönn samanborið við miðframtönn og í mörgum tilfellum stærri en miðframtönn (11, 16).
Sjá má hnjóta (tuberculum) á forjöxlum mongóla, venjulega á búkkal fleti sem kallast dens evaginatus. Hjá singapúrskum Kínverjum má sjá tvíhliða fimm kúspa efri endajaxla og hjá 43% tilfella í öðrum jaxli, en í neðri jöxlum er distal kúspur venjulega staðsettur meira linvalt en hjá hvíta kynstofninum (5). Rótarstærð og lengd minnkar að aftan og stundum með auka distolingual rót (radix entomolaris) í neðri fyrsta jaxli og endajaxli. Þetta sést einnig í aftari barnajaxli. Glerungaperlur eru kúlulagaðir hnjótar á ytri rótarhluta jaxla oftast á fyrsta og öðrum fullorðinsjaxli í efri gómi, helst á furkusvæði milli distóbúkkal og palatal rótar (16, 17).
Taurodontism og glerungtungur (enamel extentions) sjást hjá mongólum. Glerungur teygir sig stundum í tannklof milli róta, oftast búkkalt á jöxlum. Carabelli kúspar er venjulega ekki til staðar hjá mongólum, sem er talið einn af sérkennum þessa kynþáttar. Almennt er tannbogi mongóla fleyglaga (parabolic), sérstaklega neðri tannbogi, með stórar framtennur, smáa forjaxla og stóra jaxla fyrir aftan forjaxla (14, 16).
Hvítir: Tannþrengsli sést oft í þröngum V-laga tannboga. Framtönnum er oft lýst sem meitillaga, með minni og sléttari lingvalfleti. Algengi Carabelli kúsps er mjög mikið. Í yfirlitsgrein Bhavyaa et al. (11) voru kannaðar 142 rannsóknir (45.327 þátttakendur). Algengi kúspsins var 72% í aftari barnajaxli í efri gómi, 59% í fyrsta fullorðinsjaxli í efri gómi, 8% í öðrum jaxli, en 10% í endajaxli. Hæst var hlutfallið kúspsins á fyrsta og öðrum jaxli í Evrópu, Mynd 1.
Annar jaxl í neðri gómi hefur oftast fjóra kúspa, ólíkt öðrum kynþáttum sem hafa fimm. Þetta kom fram hjá 94% engilsaxa sem Lavelle (1971) rannsakaði (18). Efri hliðarframtönn er oft tapptönn (peg-shaped lateral incisor). Um 30%-36% danskra og sænskra íbúa eru með skóflulaga framtennur, 46% Palestínuaraba og hjá 51% frumbyggja Bandaríkja. Samkvæmt Lunt (1974) er líklegra að hliðarframtennur Evrópubúa séu skóflulaga (14, 16, 19).
Svartir: Einkennandi eru smáar tennur með bili á milli tanna, sérstaklega í efri miðlínu. Oft eru aukatennur. Neðri fremri forjaxl hefur tvo kúspa eða jafnvel þrjá, þar af einn hvassan. Skóflulaga framtennur og Carabelli kúspur er sjaldgæfur. Endajaxl er alltaf til staðar og sjaldan inniluktur. Klassi III bitskekkja og opið bit eru algengt. Framstæði efri og neðri kjálka hefur í för með sér að framtennur halla fram. Mongólar og hvítir sem eru ekki engilsaxneskir geta sýnt þetta sérkenni, þó það sé meira áberandi hjá svörtum. Tuttugu prósent svartra sýna ekki þennan eiginleika vegna kynþáttablöndunar (14, 16).
Algeng tannvandamál í dag, eins og tannsteinn, ígerð, tannhaldssjúkdómar og tannáta, voru einnig til staðar fyrr á tímum og gefa mismunandi innsýn í mataræði og heilsu (20).
Mun meira tannslit til forna var á heimsvísu en sjá má meðal þjóða nú. Fornmenn neyttu meira gróft og óunnið fæði, sem leiddi til mikils slits á tönnum. Jafnvel þó slitið hafi náð langt inn í tannbein héldust tennur oftast virkar þar sem odontoblastavirkni kom í veg fyrir að slitið næði inn í tannhol vegna síðtannbeinsmyndunar (sekunder, tertier) (20) Mynd 2-4.
Beingarðar í kjálkum
Torus (ft. tori) þýðir beinvaxinn garður eða hryggur. Skipta má þeim í tvo flokka, torus mandibularis og torus palatinus, Mynd 5 og 6. Það eru fleiri sjaldgæfar beinamyndanir, venjulega kallaðir exostosur sem eru búkkalt og labíalt í efri gómi, nefndar maxillary exostosis, Mynd 7. Torusar hafa mikla útbreiðslu í nokkrum hópum mongóla. Hjá frumbyggjum Bandaríkjanna, Kínverjum og Japönum er algengið lægra en í mongólsku íbúum norðursins (inúítum), að mestu á bilinu 10-15%. Hjá hvítum íbúum er tíðnin enn lægri, á bilinu 2-3% upp í 7-8%, aðallega á síðara bili. Hjá svörtum er algengið nánast það sama. Algengi var mun meira til forna (23) Myndir 5-7.
Tennur og mataræði
Tennur og óvanar (ósiðir)
Tennur og heilbrigði munns
Sálarprófíll
Með prófílgreiningu á grundvelli tanna og munnhols, er einnig hægt að greina í grófum dráttum ákveðin sálfræðileg einkenni einstaklings. Léleg munnheilsa með tannskemmdum og öðrum ómeðhöndluðum meinum getur bent til einstaklings sem þjáist af þunglyndi, með skort á hvatningu til varðveita eigin heilsu, hugsanlega eigin lífs. Í sérstökum aðstæðum, þegar um lítil börn er að ræða eða aldrað fólk, það er fólk sem ófært er að sjá um munnheilsu sína, er möguleiki á vanrækslu á tannlækningum. Hjá einstaklingum með mjög slitnar tennur, sem er ekki í í samræmi við aldur getur grunur vakna um tannagnístur. Orsakir gnísturs eru nokkrar, en streita er þar á meðal (1).
Hver einstaklingur hefur sinn eigin tannprófíl sem gerir hann einstakan. Tannprófílgreining hefur hagnýtt gildi. Ekki aðeins er hægt að fá upplýsingar um aldur, kyn og kynþátt einstaklings, heldur einnig upplýsingar um félagslega og efnahagslega stöðu, persónulegar venjur, munn- og almenna heilsu, störf, mataræði, fjölskyldutengsl og sálfræðileg einkenni. Menntun tannlækna á sviði réttartannlæknisfræði og tækni við prófílgreiningu stuðlar einnig að orðspori tannlæknastéttar, bæði meðal annarra skyldra greina, á opinberum vettvangi og um leið að hvetja tannlækna til að skoða eigin verk frá víðara sjónarhorni.
Heimildir
ENGLISH SUMMARY
Dental Profiling in Forensic Science and Archaeology
SVEND RICHTER, DDS, MSC, ASSOCIATE PROFESSOR EMERITUS FACULTY OF ODONTOLOGY, UNIVERSITY OF ICELAND. FORENSIC ODONTOLOGIST, DISASTER VICTIM IDENTIFICATION, NATIONAL COMMISSIONER OF POLICE
SIGRIDUR ROSA VIDISDOTTIR, DDS, MSC, ASSISTANT PROFESSOR FACULTY OF ODONTOLOGY, UNIVERSITY OF ICELAND. FORENSIC ODONTOLOGIST, DISASTER VICTIM IDENTIFICATION, NATIONAL COMMISSIONER OF POLICE
ICELANDIC DENT J 2022; 40(1): 32-43
doi: 10.33112/tann.40.1.4
The medical definition of forensic science is the application of scientific principles and techniques to matters of criminal justice, especially as relating to the collection, examination, and analysis of physical evidence. Forensic sciences include a wide spectrum of different disciplines, which are applied individually or collectively in order to obtain answers to questions within a legal context. The study of teeth and the surrounding tissues of the oral cavity for the purpose of establishing the identity of a victim is called dental profiling. A forensic odontologist can reliably establish the identity of an individual by not only age, gender and race, but also the data about their socio-economic status, personal habits, oral and systemic health, occupation, diet, familial relationship as well as psychological characteristics. A dental profile is more detailed and reliable if more than one technique is applied. Each individual has their own dental profile which makes them unique and one of a kind. Education in the field of forensic dentistry and techniques of dental profiling contributes greatly to the reputation of the dental profession in other related disciplines as well as in public, and it encourages dentists to view their own achievements from a wider perspective.
KEYWORDS: forensic sciences; forensic dentistry; dental profile
CORRESPONDENCE: Svend Richter – svend@hi.is, Sigríður Rósa Viðisdóttir – srv2@hi.is